Er ég með kynsjúkdóm?

Sæl. Ég varð var við því um daginn að ég var með einhverja svona „bólu“ eða lítið kýli á getnaðarlim, sem var samt enginn gröftur í eða neitt inní, og þetta er núna búið að vera þarna í á þriðju viku. það er enginn kláði eða óþægindi í þessu né neitt, og engir vessar sem koma úr þessu þetta bar er þarna og er frekar leiðinlegt að hafa þetta? hvernig losna ég við þetta og hvað getur þetta verið?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þessi lýsing gæti átt við um kynfæravörtu (condyloma) og ég set hér með tengil á góða grein um þann sjúkdóm sem ætti að svara öllum þínum vangaveltum.

Gangi þér vel