Er búinn að vera á blæðingum í tvær vikur

Ég hef lent í þessu áður að vera 2 vikur á blæðingum en útferðin er dekkri núna og er eins og slím/gel. (Og eftir helgi þá er 3 vikan að byrja) Er búinn að vera með vonda túrverki yfir daginn og stundum lendi ég í því að vera máttlaus í höndum og fótum þegar ég er á kvenlega. Ég hef ekki stundað kynlíf og á til með að gleyma að borða en er búið að vera með mikið stress í kringum mig og er enn með.
En er þetta eðlilegt?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Tíðahringur kvenna getur verið mismunandi, en yfirleitt er hann um 28 dagar, þar sem 3-7 dagar fara í blæðingar. Stress getur haft áhrif á blæðingar þannig að blæðingamynstrið verði óreglulegt eða að það komi blæðingastopp í einhvern tíma. Miðað við þína lýsingu held ég að réttast væri að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og fá skoðun.

Gangi þér vel.