Er bakflæði eitthvað tengt þindinni.eða hverju stjórnar þindin?

Fæ oft verk undir bringspalir og verð mjög oft andstuttur,getið þið bent mér á ástæðuna fyrir þessu

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessum einkennum t.d bakflæði, millirifjagigt, gallsteinar eða jafnvel einkenni frá hjarta og það er eiginlega ómögulegt að segja til um hvað hér er á ferðinni nema fá nánari sögu. Því ráðlegg ég þér að panta tíma hjá heimilislækni sem getur hjálpað þér að finna út úr þessu með viðeigandi rannsóknum og meðhöndlað þetta á viðeigandi hátt.

Gangi þér vel