er alltaf að fa bólur orðið hva a gera til að losna við þær

hæhæ er i vandræðum er buin að vera fá bolur hingað og þangað sem eru farnar að angra mig gifulega serstaklega a andlitið komnar 3 2 litlar og ein frekar stor enn samt ekkert risa enn þetta angrar mig og finnst mer þetta eiðileggja utlit mitt frekar mikið eg er buin að vera bera bolukrem a mig enn mer finnst eins og þetta taki heila eilifð að fara 🙁

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það kemur ekki fram á hvaða aldri þú ert en líklega ertu á unglingsaldri en það eru einmitt árin sem geta verið svolítið erfið fyrir húðina. Á þessum árum eiga sér stað miklar breytingar í líkamanum og vegna hormónabreytinga verður aukin framleiðsla á húðfitu í fitukirtlunum. Þessi aukna fituframleiðsla verður til þess að fitukirtlarnir í húðinni bólgna út og það myndast bólur á húðinni.

Það er erfitt að koma alveg í veg fyrir bólumyndum en það er ýmislegt sem þú getur gert til að draga úr einkennunum. Hreinlæti er mjög mikilvægt í þessu sambandi og þú þarft að passa að hreinsa húðina þína vel á hverju kvöldi með hreinsandi andlitssápu og nota fitulaust krem á  húðina yfir daginn. Það er hægt að fá góð krem í apótekum og á snyrtistofum og gott að fá ráðleggingar hjá sérfræðingi um hvaða krem er best að nota fyrir þína húð. Það þarf ekki endilega að kaupa dýrustu snyrtivörurnar til að ná árangri í þessu. Þú þarft einnig að passa að skipta oft um koddaver á koddanum þínum til að liggja ekki með nýhreinsaða húðina við óhreint koddaverið. Mataræði skiptir líka miklu máli en það er ekki gott fyrir húðina að borða mikið af sælgæti, pizzum, frönskum og annarri óhollustu. Ef þú passar vel upp á hreinlæti og mataræði ættir þú að geta haldið húðinni þinni eins góðri og mögulegt er á meðan þetta tímabil gengur yfir.

Gangi þér vel