Er að verða ráðþrota!!

Hef verið með skrítinn einkenni í heilann mánuð núna. Er með þrútinn og harðann háls neðan við barkakýli, smá eitlastækkanir, stækkað barkakýli og frekar skrítið að kyngja, Hef ekki haft hita með þessu að neinu viti og engan hósta, samt eins og sé verið að kreista á manni barkann. Fæ stundum stingi í kokið og verk í eyrun. Búið er að taka streptakokkasýni sem var neikvætt. búinn að fara í blóðprufu hjá hjáls-nef og eyrnalækni. Sást ekkert í blóðprufu, fór því í tölvusneiðmyndatöku á lungum og háls. Það sást ekkert á þeim myndum. Byrjaður að taka töflur við of miklum magasýrum, finnst það ekki virka neitt. Þegar læknirinn veit ekki hvað er að þér, þá fer maður að verða frekar stressaður yfir þessu því ég lagast hreinlega ekki neitt. Á ég að heimta speglun á koki og vélinda?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega heyra aftur í þeim læknum sem hafa verið að sinna þér ef einkennin eru ennþá til staðar. Það er nú samt þannig að það virðist vera búið að útiloka flest það sem gæti talist alvarlegt og líklega jafnar þetta sig af sjálfu sér án þess að það finnst skýring.

Gangi þér vel.