er að drepast i mjohryggnum hvað get eg gert til að losna við hann ? :(

góða kvoldið nu vantar mer virkilega hjalp það er mál með vexti að eg get ekki hreyft mig nema byrja fa ofboðslega verki i mjohrygginn buin að reyna fara i pottinn i sundi enn samt bara i eitt skipti ætla fara á mrg enn samt finnst mer eins og þessir verkir angra mig i daglegu lifi eins og um helgina labbaði eg niðri i bæ sem er nu ekkert langt heiman fra mer þegar eg ætlaði að labba til baka þurfti kærasti minn að na i mig þar sem eg var soldið langt á eftir honum utaf verkjum la við að eg hefði bara hrunið og ekki komist lengra enn nuddaði sma mjohrygginn innan undir ulpunni minni og eg rett naði að skríða a leiðarenda þetta truflar okkur bæði i daglegu lifi eins og td með samfarir ætluðum að reyna og limurinn hann nær þvi miður ekki að haldast lengi i standi og ætluðum að reyna aftur enn gafumst upp vegna þess að hann ætlaði ekki að vera til friðs og bakið var að gera mig geðveika þannig við þurftum að hætta hvað á eg að gera ???

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Líklega ertu með einhverjar bólgur eða veikleika í vöðvum, liðböndum eða hryggjarliðum sem eru að valda þér verkjum í bakinu. Oftast er hægt að ná góðum bata með ákveðnum ráðum og með því að vera mjög meðvitaður um hegðun sína og hreyfingar á meðan verkurinn gengur yfir. Ég vil benda þér á bókina um bakið sem er mjög góður bæklingur frá Embætti landlæknis en þar getur þú fundið mjög gagnlegar upplýsingar um bakið og hvernig maður tekst á við bakverki.

Framhaldið er svo heilmikið í þínum höndum. Þú þarft að vinna í að ná bakinu góðu og síðan halda áfram að vinna með bakið til að koma í veg fyrir að þú fáir endurtekið verki. Oft snýst þetta um líkamlegt form. Þú þarft að styrkja vöðva sem halda við bakið og finna ákveðið jafnvægi á milli hreyfingar, hvíldar, vinnu og mataræðis svo eitthvað sé nefnt. Lífsstíllinn og líkamlegt form hefur heilmikil áhrif á bakverki og önnur verkjavandamál.

Gangi þér vel