Er abrýðissemi partur af meðvirkni eða kvíða?

Ég veit ég er bæði kvíðin, meðvirk og með þunglyndi en eitt sem er að vefjast fyrir mér er hvað ég verð ótrúlega abrýðissöm yfir öllu því venjulega en einnig því sem mér finnst ekkert rosalega venjulegt.
Ég á eldri systur sem ég hef alltaf dýrkað og dáið alla mína tíð. En auðvitað þurfti hún hafa allt það besta, semsagt fegurð, mjó, klár , yndislegan mann og gullfalleg börn(umtalað)og allra uppáhalds og þegar ég segi allra uppáhalds, þá bara fólk sem tengist mér og ekki henni, einnig eftir að það hættir að tengjast mér og samt er bara í fullu sambandi við hana og gerir allt fyrir hana.
Mig langar ekki að eignast börn af því ég hef ótta að mín börn verði eitthvað skrítin eða bara ekki jafn klár og falleg og hennar. (Ekki misskilja mér finnst fáranlegt að mér líði svona og ég skammast mín að skrifa þetta).
Það pirrar mig líka að ég sé ekki jafn mikið uppáhalds fyrir fólki og fólk gerir ekki jafn mikið fyrir mig og það gerir fyrir hana. Ég skil bara ekki afhverju þetta allt þarf að vera svona og afhverju ég þurfti að fæðast með alla þessa galla og hún fékk allt það besta!
Mér finnst ég líka velja aðstæður þar er sem ég veit að ég verð abrýðissöm, eins og ég fái eitthvað útur því að vera abrýðissöm og reið yfir þvi.
Mér finnst allir líka eins og allir sem ég hef verið með og sá sem ég er með, snúa á móti mér og ég held að það sé útaf hvernig ég er, eins og þeir fái verstu skoðun af mér og hugsi þannig um mig í öllum kringumstæðum. Oftast finnst mér þeir misskilja mig alveg frá a-ö á þeim skala hvernig ég er sem manneskja. Ég verð líka mjög abrýðissöm útaf vinkonum, ef þær eignast fleiri vinkonur eða eitthverjum finnst þær skemmtilegri og sækjast meira í þær, einnig er ég alltaf hrædd um að vinkonur mínar snúast gegn mér fyrir eitthverjar aðrar vinkonur sínar.
Er þetta eðilegt eða er eitthvað að mér?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þessar tilfinningar tengjast allar og næra hver aðara, Afbrýðissemin veldur kvíða sem veldur þunglyndi sem veldur afbrýðissemi og til verður neikvæður spírall sem dregur þig lengra niður. Ég ráðlegg þér eindregið að leita þér aðstoðar (og þá ekki bara lyfjameðferð). Hugræn atferlismeðferð eða viðtalsmeðferð til dæmis í gegnum Kvíðameðferðastöðina myndi án efa hjálpa þér að ná stjórn á þessum neikvæðu tilfinningum og byggja þig upp.

 

Gangi þér vel