Endurnýjun lyfseðils

Hæ, ég hef verið að nota kremið Elidel en núna er það búið hjá mér. Þannig mig vantar að láta endurnýja rafrænann lyfseðil, getið þið hjálpað mér með það eða hvert þarf ég að snúa mér?

 

Það er eðlilegast að endurnýja lyfið hjá þeim lækni sem skrifaði það út á sínum tíma. Annars sér heimilislæknir á þinni heilsugæslustöð um það.

 

Gangi þér vel.