Endaþarmur

Goðann dag Hvað veldur þvi að það kemur glær vökvi slim kendur ur endaþarmi kv

Góðan dag,

Ristilinn er hluti af slímhúð líkamans og kemur oftast slím frá honum úr endaþarmi, t.d með hægðum í hvert sinn, í mismiklu magni. Slím frá endaþarmi er því lang oftast saklaust. Breytingar á magni slímlosunar getur verið vegna breytinga í meltingarkerfinu. Ef það er endurtekið að koma mikið slím frá endaþarmi og/eða önnur einkenni svo sem, verkir við hægðalosun eða blóð, ráðlegg ég þér að tala við þinn heimilislækni.

Gangi þér vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur