Endaþarmssprunga

Góðan dag.

Er e-s staðar hægt að finna upplýsingar á íslensku um endaþarmssprungu og meðhöndlun?

(Ég hef þrisvar sinnum farið til Fritz Berndsens skurðlæknis vegna gyllinæðar og óþæginda í endaþarmi. Ég þarf náttúrulega að vinna miklu betur í mataræði og meltingarfærum.)

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Meðferðin er í raun sú sama og við gyllinæð, gæta þarf að hægðavenjum og að halda þeim mjúkum. Hafi maður einu sinni fengið sprungu við endaþarm vill hún gjarnan eiga það til að rifna aftur ef hægðir verða harðar eða óregla verður á þeim. Stundum getur verið gott að bera vaselín eða eitthvað feitt krem yfir sprunguna til að mýkja fyrir hægðalosun. Ég set með tengil á grein um gyllinæð sem kemur þér vonandi að gagni.

Gangi þér vel