endalaust með niðurgang

hæhæ það er mál með vexti að eg er buin að vera með stanslausa verki i maganum i ruma viku nuna og aldrei með eðlilega hægðir og stundum er eg bara i heilu timana inna baði með niðurgang og fæ svo oft ogeðslega vonda verki með hvað getur þetta verið þetta bjagar mig rosalega 🙁

 

Sæl/l  og þakka þér fyrir fyrirspurnina. Það geta verið margskonar ástæður fyrir niðurgang og magaverkjum eins og þú lýsir.  Það er hugsanlegt að þetta sé einhverskonar umgangspest sem þú hefur verið með.  Þær pestir ganga hinsvegar oftast yfir á nokkrum dögum.  Það er einnig spurning hvort þú þolir illa eitthvað sem þú ert að borða.

Ef þessi einkenni hjá þér eru ekki að minnka þá myndi ég ráðleggja þér að fara til læknis og láta kíkja á þig.

Gangi þér vel