Endalaus Höfuðverkur

Er alveg eðlilegt að vera með endalausann höfuðverk. Alltaf þegar ég fæ hausverk þá er ég með hann í svona mánuð stanslaust og það hamlar alveg vel mikið á líf mitt.
Ég er 18 ára og fékk AstraZeneca sprautuna 11.02 og er búin að vera með Höfuðverk alveg síðan. Veit ekki hvort það sé tengt sprautuni eða eitthverju öðru en ég allavega veit ekki mikið hvað skal gera

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Til að svara spurningunni þinni að þá er ekki eðlilegt að vera með stanslausan höfuðverk og hvað þá í svona langan tíma. Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá heimilislækninum þínum til að skoða það nánar.

Já, höfuðverkur getur verið aukaverkun af AstraZeneca bóluefninu en þar sem þú ert gjörn/gjarn á að fá höfuðverk þarf það ekki endilega að tengjast bóluefninu.

Með kveðju,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur