Emgesan, verkun og aukaverkanir

Spurning:

Mér þætti vænt um ef hægt væri að gefa mér upplýsingar um lyfið Emgesan, verkun þess og hugsanlegar aukaverkanir. Með þökk,

Svar:

Emgesan inniheldur magnesíum hýdroxíð sem er notað í sýrubindandi magalyf en einnig stundum gefið sem hægðalosandi lyf en niðurgangur er aukaverkun magalyfja sem innihalda efnið. Algengt er að gefið sé efnið ál hýdroxíð (eða önnur álsambönd) með en það hefur líka sýrubindandi eiginleika og vinnur gegn hægðalosandi áhrifum magnesíum hýdroxíðs. Magnesíum hýdroxíð er líka stundum gefið fólki sem vantar magnesíum. Lyf á Íslandi sem innihalda magnesíum hýdroxíð eru t.d.: Almínox, Balancid Novum og Novaluzid en öll þessi lyf innihalda önnur virk efni líka.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur