Eitthverskonar geðveila

Mig langar til að setja fram nokkrar spurningar, konan mín er búinn að vera veik meira og minna í 6 ár án þess að fá bata, hún heyrir raddir og getur ekki komið inn á marga verslunastaði hér í borg, segir að sá ílli sé alltaf að tala við sig ef hún komi á þessa staði, reyndar held ég að hún hafi aldrei sagt geðlækninum frá  og þess vegna gat hún ekki sjúkdómsgreint hana og sagði við mig við skulum bara láta þetta heita þunglyndi, en ég er búinn að þekkja þessa konu í yfir 20 ár og hef aldrei orðið var við að hún ætti við þunglyndi að stríða, en hitt er annað mál hún er haldin kvíðaröskun,
Hvaða lyf gætu komið henni til hjálpar.
Með fyrirfram þökk.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Konan þín virðist vera alvarlega veik og ráðlegg ég þér að ræða betur við hennar geðlækni. Hún þarf aðstoð fagaðila bæði við að fá greiningu á sínum vanda og viðeigandi meðferð.

Ekki er hægt að segja til um hvaða lyf eigi að beita í hennar tilfelli með þessum hætti, Lyfjagjöf byggist á greiningu læknis sem byggir hana á viðtali og skoðun.

Gangi þér vel