Eitthvað að en veit ekki hvað

Hæ, ég er búinn að vera með óþægindi í brjósti í talsvert langan tíma, þetta kemur og fer, einnig er verkur undir herðablaði vinstra meginn og versnar ef ég anda djúpt, ásamt verk sem er á vinstri hendi. Ég er búinn að fara til heimilislæknirs ásamt að fara í greiningu í hjartavernd. Það er búið að taka blóðprufur og ýmislegt og samkvæmt niðurstöðum þá er ég með heilbrigt hjarta 0,9% líkur á hjartasjúkdómum næstu 10 ára.
Hins vegar virðist vera eins og ég fái svona kuldaköst öðru hverju, ekki oft þá allt í einu þó svo ég sé upp í rúmi verður ofsalega kalt án skýringa ásamt því að mér finnst ég ekki fá nógu mikið súrefni eða fæ svona hálfgerða köfnunartilfinningu. Þetta lagast yfirleitt ef ég næ að sofna í einhvern tíma. Síðast þegar ég fór til læknirs þá beisiklí sagði hann mér að ég væri ímyndunarveikur, það svarar því ekki afhverju ég fæ verki og þessi kuldaköst. Ég er alveg lens, ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera eða hvert ég á að leita, ég hlusta bara á líkamann og hann kvartar undan einhverju. Gæti verið að þetta tengist maga, virðist vera stundum að ég fái svona tilfinningu eftir mat.

 

Sæll,

Þú ert greinilega búinn að fara í nokkuð ítarlegar skoðanir sem útiloka einkenni frá hjarta en það er það sem manni grunar fyrst. Einnig gæti verið truflun á starfsemi skjaldkirtils. Einkennin sem þú lýsir eru einnig týpisk einkenni kvíðakasts.  Þar sem búið er að rannsaka hjartað er þetta nokkuð sem þú skalt íhuga hvort eigi við þig. Nánari upplýsingar um kvíða má m.a. finna hér á Doktornum (https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/ofsakvidi).

 

Gangi þér vel.