Einkirningsótt

Sæl/sæll ég hef verið með einkirningsótt núna í sirka 3 vikur síðan einkennin komu upp (eða versta standið, þegar hálsbólgan var mest og hiti og það..) en 2 vikur síðan verstu einkennin fóru, samkvæmt heimilislækni er eg nuna bara smitandi ef ég kyssi einhvern en hvað um ef ég totta? Því ég tottaði kærastann minn um daginn og fattaði ekki að það gæti kannski haft áhrif, hann er ekki kominn með HIV núna? Er það nokkuð? Eða smitast þannig

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Einkirningssótt og HIV eru ólíkir sjúkdómar sem orsakast ekki af sömu veirunni þannig að það eru engar líkur á því að þú hafir smitað kærasta þinn af HIV og líkurnar á því að þú hafir smitað hann af einkirningssótt við munnmök í þetta tiltekna skipti eru heldur engar. Einkirningssótt smitast eins og kvef með munnvatni og getur borist á milli einstaklinga með hósta eða hnerra en ekki eins auðveldlega og kvef. Talið er að einkirningssótt smitist oftast með kossum og einnig er algengt að veiran smitist á milli einstaklinga sem drekka úr sama brúsanum t.d í íþróttum. Mér finnst reyndar líklegast að þú hafir fengið veiruna frá kærastanum þínum sem þýðir að hann hafi áður smitast af veirunni og hafi því mótefni gegn henni. Mótefnin verja hann fyrir því að veikjast af veirunni þó að hann komist í snertingu við hana.

Gangi þér vel