Einkirningasótt

er 19 ára strákur og langaði að vita hvort ég geti smitað annað þótt ég sé orðinn frískur af einkirningasótt? og hversu lengi ég væri smitandi þá?

sæll

Smittíminn er afar langur eða 30-50 dagar sem þýðir að það geta liðið allt að 50 dgar frá því að þú færð veiruna þar til þú veikist. Veiran berst aðallega með vessum og þá helst með munnvatni en getur líka borist með andrúmslofti.Við fyrsta smit getur þú smitað aðra í margar vikur, jafnvel áður en þú færð einkenni sjálfur. Veiran er svo áfram í líkamanum eftir að veikindin ganga yfir en leggst í dvala (verður óvirk) en getur virkjast aftur og smitast óháð því hve langt er síðan viðkomandi veiktist.

Það sem þú getur gert er að forðast nána snertingu við ástvini t.d. kossa og að nota sama tannbursta og slíkt  þar til einkennin eru alveg horfin, helst í amk 1 mánuð

Gangi þér vel