Einkenni frá þvagfærum.

Hvað er að? Ég á svo bágt með að birja að pissa sérstaklega fyrst á morgnana. Ekkert greinist í þvagsýni. Læknir ákvað að ég færi að nota hormónaaukandi lyf smá pilla skotið upp í leggöng 1x á dag í 2 vikur síðan 2-3 hvorn dag. Það skánaði við þetta en er ekki orðið nærri gott. Líka finn ég til vinstra megin í kviðarholi líkt og um samgróningu væri að ræða, t.d. þegar ég leggst uppí rúmmið.

Með bestu kveðjum

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja til um hvað hér er á ferðinni án þess að skoða þig. Það kemur ekki fram hjá þér hvort og þá hvaða rannsóknir hafa verið gerðar aðrar en að skoða þvagið sem er hreint. Ef ekkert annað hefur verið gert ráðlegg ég þér að fara aftur til læknis og biðja hann um að meta með þér hvort ekki sé ástæða til frekari rannsókna. Þú ættir að panta þér tíma hjá sérfræðingi í þvagfæralækningum og/eða kvensjúkdómalækningum til að fá úr því skorið hvað veldur þessum einkennum og fá viðeigandi meðferð.

Gangi þér vel