ein vonlaus

Komdu sæll/sæl, þannig er mál með vexti að þegar ég var lítil var ég flogavek og tók inn tilskilin lyf við því, á meðan ég þurfti að takinn þessi lyf bar mikið á kláða og þegar ég var á þrídugsaldri var ég grien með skrifhúð. Ég fer í höfuðaðgerð 28 ára gömul og losna við flogaveikina en það var æxli sem olli flogunum rúmun 2 árum seinna hætti ég á lyfjum og þá minnkar þessi húð kláði. Þegar ég er orðin 45 ára er ég búin að ganga í gegnum flogaveiki kvíða þunglyndi sem lagaðist aldrei alveg og ég skildi aldrei alveg hvað væri að ég versnaði aftur í húðinni, skapinu,einangraði mig frá fólki lét nægja að fara í vinnuna var samt ekki með þær ranghugmyndir eins og lýsingarmarga á þunglyndi, með mikla og sára liðverki sem löguðust loksins þegar ég fór að taka inn gel sem ég keypti frá heimasölu en þetta gel er unnið úr þara svo ég fór til læknis og bað um mælingu á skjaldkirtli og gildin voru ansi há og um leið og ég fór á þessi lyf fór mér að líða mun betur á sálinni og í liðum og vöðvum þvagblaðran var ekki lengur ofvirk en það tók allaveg 1klst að fara stanslaust á klósett þegar ég slakaði á eftir vinnuna húðin mín var orðin mjög þurr en lagaðist aðeins í andliti þegar ég fór að takinn lyfin en fæ oft óstjórnlegan kláða í húðina sérstaklega ef ég borða fæði með glúteini í eða nota sjampó sem er prótin bætt og gerir lyftingu í hárið ég verð hvell rauð á húðin verð döpur og ómöguleg langar bara alls ekki að borða þá ég vita að ég geti borðað allt nema hveti, bigg, rúgmjöl, soyjasósu og barbecue sósu þá er allt ómögulegt hjá mér ég borðaði mikið af soya sósu hreinlega á allt en núna verð ég hreinlega ringluð og þreytt ef ég borða hana. ein búin að fá nóg af öllum veikindum sínum og þætti gott að finna góða fróðleik um skrifhúð og eins líka hvort mataæði breyti öllu. ein þreytt á veikindum

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú hefur greinilega gengið í gegnum ýmislegt og líklega er hér um að ræða samspil á andlegri og líkamlegri líðan sem þarf að vinna með saman. Til að byrja með þarft þú að vera tilbúin að leggja í þá vinnu sem þarf til að ná betri líðan og svo velja þér aðila sem geta hjálpað þér í þeirri vinnu. Mér finnst eins og andlega hliðin sé ansi stór hluti af þessu og þú ættir kannski að byrja á því að huga svolítið að henni. Þú þarft að ná upp andlegu þreki til að geta glímt við húðvandamálið og  þær takmarkanir sem það setur þér t.d varðandi mataræði. Þú ættir að sjálfsögðu að forðast þær fæðutegundir og húðvörur sem þú finnur að valda því að þú færð kláða og verður slæm í húðinni, en ef andlega hliðin er í molum þá getur verið erfitt að fylgja þvi þrátt fyrir að þú sjálf vitir hvað þér er fyrir bestu.  Ég ráðlegg þér að byrja á því að panta þér tíma hjá þínum heimilislækni og biðja hann um að hjálpa þér við að finna út hvað best er að gera. Nú veit ég ekki hvað hefur verið rannsakað og unnið í þínum málum hingað til en mögulega þarft þú að hitta húðsjúkdómalækni, næringarráðgjafa, sálfræðing og/eða einhverja aðra meðferðaraðila í þessu ferli. Heimilislæknirinn þinn ætti að geta leiðbeint þér með hvar á að byrja og ætti að vera sá aðili sem heldur utan um ferlið hjá þér.

Skrifhúð er afbrigði af ofsakláða og hér er ágætis bæklingur og leiðbeiningar. Ef þú átt gott með að lesa enskan texta ráðlegg ég þér að googla enska heitið dermografia og skoða hvað þú finnur.

Gangi þér vel