ein frekar áhyggjufull!

Sælir læknar! vil fá að vita hvað er að mér, ég er svo móð þegar ég labba og svo andstutt að ég þarf að stoppa svo oft og kasta mæðinni mér finnst stundum eins og sé að kafna, er nýbúin að vera með influensuna og mikinn hósta og mæði og mikið slím sem kemur uppúr mér, er búin að vera með astmapúst og nota það reglulega. Hef verið mjög slæm í lungunum í nokkur ár , og er ég svo þreytt alla daga, Svo þar að auki á ég heima á annari hæð og er alveg búin að vera þegar ég labba upp stigann, með von um svar fljótlega. ein frekar áhyggjufull .

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er frekar erfitt að átta sig á hvað sé  að hrjá þig. Þú virðist vera með astma eða einhvern annann undirliggjandi lungnasjúkdóm eins og þú segir sjálf frá. Þá er ekki óeðlilegt að þú fáir verri einkenni eða sért lengur að ná þér eftir flensupest. Hins vegar ef þú ert ekki með þekktan undirliggjandi lungnasjúkdóm ættir þú að fara til læknis og fá frekara mat eða greiningu. Ég set með tengil á ágæta umfjöllun um astma sem gæti gagnast þér.

Gangi þér vel