Eiginmaður

Maðurinn minn er mikið á klámsíðum og er farinn að klæðast kvennærbugsum. Hvað er í gangi með hann ég er búin að spyrja hann um þetta en hann svarar engu , er þetta ekki eitthvað afbrygðilegt mér líður svo illa út af þessu þetta er búið að vera þó nokkurn tíma nú er komið að því að ég er að fara frá honum það er ekkert hægt að ræða þetta er eiitthvað hægt að fá hjálp við þessu, fæ vonandi svör við þessu takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er nú einu sinni svo að það er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vill hjálp. Þú þarft að einbeita þér að því sem þú getur breytt og haft áhrif á eins og til dæmis eigin líðan og velferð.

Þú skalt endilega fá stuðning og ráð hjá fólki í kringum ykkur, fjölskylda, vinir, heilsugæsla, sálfræðingur og jafnvel prestur ef hjónabandið líður fyrir hegðun eiginmanns þíns

Gangi þér vel