Eiginmaður

Maðurinn minn er búin að fara í aðgerð það var tekinn blöðruhálskirtillinn var tekinn ,honum hefur ekki tekist að fá stinningu aftur og er búin að fá töflur sem virkuðu lítið en þetta hefur nú gengið svona upp og niður en ,annað hann er búinn að vera að horfa á klámsíður allveg á fullu ekki veit ég hvort hann fær eiithvað út úr því ,ég búin að sjá þessr síður sem hann veit ekki að ég viti , hann fær fullnægingu þegar við erum saman ,er þetta eitthvað sem hann fær út úr þessu vonandi fæ ég svar við þessu hann er ekkert unglamb 65ára.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Eins og þið vonandi hafið verið upplýst um þá er stinningarvandi ein af mögulegum aukaverkunum eftir aðgerð á blöðruhálskirtli. Oft gengur þetta tilbaka en því miður ekki alltaf. Ég hvet ykkur hjónin til að ræða saman og tala svo við þvagfæralækninn.

Gangi ykkur vel