Egglos og blæðingar

Ég er alltaf í vandræðum með að átta mig á þessu egglosi. Það sem ég er búin að lesa mér til um og finna út úr er að algengast sé að egglos verði í miðjum tíðahring s.s. ef gert er ráð fyrir 28 daga tíðahring verður egglos um 14 dögum fyrir blæðingar eða 12-16 dögum frá fyrsta degi síðustu blæðinga.
Mín fyrirspurn snýst að því hvort egglosið geti átt sér stað tölvert styttra frá fyrsta degi blæðinga?
Nú fór ég fyrir viku síðan til kvensjúkdómalæknis, bara venjulegt tékk og allt í góðu. Hann athugaði slímhúðina hjá leginu sem var þunn og útskýrði að það þýddi að ólíklegt væri að egglos yrði á næstu dögum. Hann mældi 2,5cm hnúð a öðrum eggjastokknum sem hann taldi vera næsta egglos en ég ætti ekki að gera ráð fyrir egglosi né blæðingum strax. núna viku síðar er ég byrjuð á blæðingum.
Getur verið að ég fái egglos og fari svona fljótlega á blæðingar í kjölfar eða er einhver önnur skýring á þessu?

(Var á Depo Provera en áður en ég byrjaði á því var ég eins og klukka, þegar ég hætti þá var allt í góðu með alla starfsemi, það eru 8 mánuðir síðan ég hætti).

Einnig hef ég gert fjöldan allan af egglosprófum. Ég hef aldrei fengið jákvætt?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta eru spurningar sem þú þarft að leggja fyrir þinn kvensjúkdómalækni. Tímabilin sem þú nefnir eru viðmið en á þeim eru undantekningar. Þó er talið að það verði ekki endilega alltaf egglos í hverjum tíðahring hjá öllum konum.  Skýringarnar á óeðlilegum tíðahring, truflunum á egglosi eða engu egglosi  eru ótalmargar og mjög persónubundnar.

Ræddu við lækninn og hann/hún ákveður hver næstu skref eru hjá þér.

Gangi þér vel