Egglos

HJÁLP.

Er í vandræðum með að finna út egglos, ég byrjaði á blæðingum 10 þessa mánaðar og var búin 14.
Svo langar mig að vita hvenær er best að hafa samfarir.

Þrái mikið að eiga barn

 

Sæl.

Miðað er við að tíðahringurinn sé 28 dagar þó það geti verið aðeins breytilegt milli kvenna.  Sé miðað við 28 daga tíðahring þá verður egglos  um það bil tveimur vikum  frá 1.degi blæðinga sem ætti að vera 24.febrúar hjá þér. Ef tíðahringurinn þinn er lengri verður egglos seinna en reglan er sú að frá egglosi líða 14 dagar til næstu blæðinga. Frjósemin er mest við egglos og næstu daga á eftir en möguleiki á frjóvgun er þó til staðar alveg þar til blæðingar hefjast.  Oft er mjög erfitt að segja nákvæmlega hvenær egglos verður, sérstaklega ef tíðahringurinn er óreglulegur. Það eru til egglosunarpróf sem eru svipuð og þungunarpróf sem pissað er á og þau sýna þegar LH hormónið hækkar í þvagi en þau hækka rétt fyrir egglos.

Gangi ykkur vel