Eggjaóþol/ eggjaofnæmi

Sæl

Mig langar að kanna fyrir manninn minn hvort það sé munur á að borða hvít venjuleg hænsnaegg eða búnegg með tillit til eggjaóþols eða ofnæmi. Maðurinn minn getur ekki borðan neinn fist út af ofnæmi og verður stundum veikur ef hann borðar brúnegg enn hefur ekki fundið fyrir því þegar hann borðar þessi hvítu?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Liturinn á egginu fer eftir afbrigði hænunnar sem verpir því og breytir engu um næringargildi eggsins. Það á því ekki að breyta neinu í tengslum við ofnæmi eða óþol fyrir eggjum hvort borðuð eru hvít eða brún egg.

Gangi ykkur vel