Ég sjálf , straumur

Hvernig getur staðið á því að ég fæ svo oft straum eða rafmagn í mörgu sem ég snerti ? Mjög óþægilegt þar sem mér bregður alltaf við þetta og öskra . T.d. Stundum þegar ég opna bílinn , er að taka Ipadinn úr hleðslu , kveikja eða slökkva ljós og í gær var ég að fara að opna pott og fékk þá svaka straum , hann var kaldur ekki neinn straumur á vélinni . Og í dag þá var ég að fara að kveikja ljós og kom svaka straum og neisti úr slökkva ránum og ég varð hálfdofi í endingin á eftir og smeyk við þetta .
Kær kveðja Hrefna

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það sem þú ert að tala um þegar þú snertir hluti eins og bílinn, pottinn og jafnvel hurðahún er svokallað stöðurafmagn og þú gætir fræðst um það með því að lesa grein sem birtist á Vísindavefnum.  Hins vegar hljómar það ekki vel að það komi neisti úr slökkvaranum, það er eitthvað sem þú ættir að láta rafvirkja kíkja á.

Gangi þér vel