Ég held að ég sé með ristils vandamál

sæl/sæll, Mér vantar smá ráð.

Ég á mjög erfitt með að kúka. Stundum kúka ég ekki i 4 til 8 daga, Ég er stundum með svo mikla verki að ég ligg i fóstur stellingu og svitna úr verkjum og á það til að æla þegar ég er búinn að vera stifluð i langan tima. Ég hef oft og morgum sinnum talað við heimilslækni og hef farið á bráðamóttukuna þegar verkirnir hafa verið sem mestir en ég fæ altaf sama svarið að það er ekkert að en þetta gæti verið mataræðið en málið er að ég borða rosalega höllt og reglulega morgun mat hádeis mat og i kaffinu og kvöld mát og passa mig alveg hvað ég borða og geri nánast allan mat frá grunni,
Ég hef prufað svona kúka té og það for mjög illa i mig ég var rúmliggjandi i heilan sólarhring áður en ég náði að losa og mér var sagt að þetta ætti að virka um einna til tvær klukkustundir en virkaði kvöldið eftir hjá mér,
hvað getur þetta verið ? Ég er 20 ára og þetta er búið að vera svona siðan ég var 15 ára

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Yfirleitt er að hægt að halda hægðum reglulegum og mjúkum með réttu mataræði og hreyfingu, en þeir sem eru að kljást við tregar hægðir og latann ristil verða að vanda sig sérstaklega í mataræði. Það er ekki nóg að borða hollt heldur verður maturinn að vera af réttri tegund. Ýmislegt hollt getur valdið tregum hægðum. Mjólk getur verið stemmandi. Flest grófmeti,hörfræolía,sveskjur,döðlur,apríkósur og aðrir trefjaríkir ávextir eiga að vera á daglegum matseðli. Einnig er mikilvægt að drekka nóg af vatni yfir daginn. Byrja morguninn á amk einu vatnsglasi og drekka alltaf vatnsglas áður en borðað er. Drekka amk tvo litra af vatni yfir daginn. Eins er mikilvægt að stunda einhverja líkamsrækt daglega. Ef þetta hjálpar ekki er ráðlagt að leita til meltingalæknis til að útiloka aðrar ástæður en latann ristil.

 

Gangi þér vel