ég get ekki fitnað og vantar hjálp

Góðan daginn ég er 24 ára á þessu ári er 187 cm á hæð og er rétt um 60 kg og hef verið flakkandi frá 58 kg – 64 kg frá því eg var í 6 bekk hef alveg eitthvað af vöðum það er nefnilega málið þetta er allt vöðvar bein og lifæri árið 2007 þá fór ég í fitness á Akureyri og komst þá að því þegar ég var fitumældur að ég væri ekki með mikið að fituprosentum í líkamanum minnir að það hafi verið ca 10% man ekki alveg og núna spyr ég hvernig get ég fengið meiri fituprosentu í líkamann minn svo ég geti breytt henni í vöðva

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Út frá þeim tölum sem þú gefur hér upp er fituprósentan þín eflaust líka í lægri kantinum í dag. Það er mjög misjafnt eftir mælitækjum hvernig fituprósentan er fundin og munur á milli prósenta eftir því.  Eðlileg fituprósenta fyrir karlmann á þínum aldri væri 18-24% en síðan getur það verið mismunandi eftir því hvort fólk er í stífum æfingum hvort eðlilegt sé að sú tala sé lægri. Ef þú ert heilbrigður og líður vel þarftu ekki að hafa of miklar áhyggjur af fituprósentunni þinn. Ef þú vilt bæta á þig kílóum er mikilvægt að það sé gert með heilbrigðu mataræði en ekki bara innantómum kalóríum.

Borðaðu oftar,snakk á milli mála t.d hnetur og þurrkaða ávexti. Hnetur eru mjög hitaeiningaríkar, með hollri fitu og stappfullar af vítamínum. Eins þurrkaðir ávextir sem eru orku-og vítamínríkir. Veldu próteinríkafæðu og fæði með góðri fitu t.d hnetsmjör,avocado,feita osta, gróft músli út AB mjólk í morgunverð,smjör sem viðbit og mjög gróf brauð t.d með lifrakæfu. Reyndu að bæta vöðvamassa með æfingum og fáðu þér prótein strax eftir æfingar sem hjálpa til  að byggja upp vöðva eftir æfingarnar. t.d. próteindrykk,skyr eða próteinstykki. Annars er best fyrir þig að fara  til næringaráðgjafa sem getur mælt aftur hjá þér fituprósentu og hjálpað þér að finna hvað best er að legggja áherslu á í mataræði.

 

Gangi þér vel