Eftirfylgni vegna kaldrar lungnabólgu?

takk fyrir góðar greinar – en mín spurning er:

Er einhver eftirfylgni við kalda lungnabólgu ?

blóðprufa  –  mynd  –  ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Flestir einstaklingar sem hafa ekki sjúkdóma sem geta haft áhrif til versnunar eins og til dæmis astma eða bæklað ónæmiskerfi jafna sig á 2 vikum eftir meðferð en geta þó haft hósta áfram í allt að 6 vikur. Ef einkenni eru lengur, sjúkdómurinn gengur ekki yfir eða hefur alvarleg áhrif á daglegt líf er ráðlagt að leita til læknis.

Gangi þér vel