Eftir að utanlegsfóstur er tekið

Góðan daginn.

Ég var að útskrifast út af sjúkrahúsi erlendis þar sem ég hef legið meira og minna í 8 daga. Í þessari viku er ég búin að fara í 2 útskafanir og búið að fjarlægja utanlegsfóstur ásamt eggjaleiðaranum.  Hér tala allir tungumál sem ég skil takmarkað. Eftir að utanlegsfóstur er tekið hvað er maður lengi að ná sér? Hvað þarf að líða langur tími þar til maður getur byrjað aftur í líkamsrækt, hvenær má maður byrja að stunda aftur kynlíf?  Ég átti að fljúga heim á meðan allt þetta var í gangi en gat það auðvitað ekki. Hvað þarf að líða langur tími þar til ég get flogið með töskur ein?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki til nein ein lína um það hvað þú ert lengi að ná þér. Það er svo gríðarlega margt sem hefur áhrif, til dæmis hversu vel gekk aðgerðin, hve langt varstu gengin og margt fleira. Þetta er heilmikið álag á líkamann en við erum misvel í stakk búin til þess að takast á við það. Þú þarft að fá upplýsingar hjá þeim sem sinntu þér, mögulega með aðstoð túlks sem ætti að vera hægt að fá á sjúkrahúsinu  og svo líka að hlusta á eigin kropp og hvað þú sjálf treystir þér í.  Skynsamlegt væri að fara til kvensjúkdómalæknis á Íslandi þegar heim er komið.

Gangi þér vel