Ef barn árs gamalt er farin að ganga en er eins og hjólbeinótt eða var kallað það

Hvað er hægt að gera

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Bein barna eru mjúk og þau eru „náttúrulega“ hjólbeinótt til að byrja með. Eftir því sem þau stækka og beinin herðast lagast þetta yfirleitt af sjálfu sér.

Ef þú/þið hafið af þessu áhyggjur er um að gera að ræða við barnalækni eða hjúkrunarfræðinga í ungabarnaeftirliti.

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur