e-ð um hjartalokugalla

Stækkað hjarta ?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

 

Nú veit ég ekki alveg hver spurning þín er. En það er margt sem getur valdið því að hjartavöðvinn þykknar eða að hólf hjartans stækka. Sem dæmi má nefna: of hár blóðþrýstingur (til lengri tíma), lokuleki eða lokuþrengsli o.fl. Mikilvægt er að skoða þetta betur og komast að orsökunum. Meðferðin við þessu stjórnast síðan af því sem veldur þessu og hvaða hólf eða hlutar hjartans eru stækkaðir.

Ég mæli með að þú leitir til þíns heimilislæknis sem getur svo bent þér áfram á hjartalækni.

 

Gangi þér vel,

 

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur