Doxylin inntaka yfir langan tíma

Góðan daginn,

Fyrir 6 mánuðum síðan rúmlega fékk ég doxylin til inntöku hjá húðlækni vegna sýkingar í húð. Ég fékk 3 pakka og var gert að taka eina töflu á dag (100 mg)

Ég fór aftur til hans nú í febrúar og fékk sama skammt. Nú las ég mér til á netinu og rak augun í það að doxylin er ekki til langtímainntöku og hef jafnframt áhyggjur af áhrifum þess á mig að vera á sýklalyfjum svo lengi.

Er þetta alveg óhætt? Eyk ég ekki líkurnar á því að verða ónæmur fyrir sýklalyfjum?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Doxylin er notað við  sýkingum í húð og er notað af húðsérfræðingum í langtímameðferð. Þannig að ef meðferðinni er stýrt af sérfræðingi ætti það að vera í lagi. Sýklalyfjameðferð getur vissulega haft áhrif á ónæmiskerfið og þá verður að vega og meta kosti og galla meðferðar. Það hefur sérfræðingurinn væntanlega gert og metið kosti meðferðarinnar meiri en gallana.

Hins vegar ráðlegg ég þér að ræða þessar spurningar við þinn sérfræðing, það er eðlilegast að fá svör þaðan.

Gangi þér vel