Dofi í handlegg

Hææ, ég er hraustur 16 ára strákur sem hreyfi mig mikið en gæti borðað hollar, en ég fæ oft dofa í vinstri handlegginn og tær og var oft með brjóstverk, einning fæ ég suð í eyrun, dofa í vinstri kjálka(gerist sjaldan) er þetta eitthvað sem ég ætti að athuga eða?

 

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.  Brjóstverk ætti alltaf að taka alvarlega og ganga úr skugga um hverjar orsakir hans eru.  Í þínum sporum myndi ég ræða þessi einkenni við heilsugæslulæknirinn þinn.

Gangi þér vel