Doði löngu eftir endajaxlatöku

Sæl/l.

Vika er liðin síðan ég fór til munn- og kjálkaskurðlæknis í endajaxlatöku. Vegna þess hve illa gekk að taka vinstri neðri jaxlinn (ræturnar bognar í J) vildi tannlæknirinn minn að ég myndi hitta sérfræðing til að fjarlægja hægri neðri jaxlinn.
Hann sá á myndunum að ræturna væru óvenju breiðar og aðgerðin fór þannig að tveir rótarstubbar voru skildir eftir. Hann sá líka að meðfram rótunum lá taug og vildi þess vegna ekki halda áfram í von um að eyðileggja ekki taugina.
En núna viku seinna er ég enn dofin í hökunni, vörinni og tannholdinu hægra megin. Ég er með tilfinningu en ofboðslega skrítna, líkt og að vera mjög dofin af náladofa. Er líka enn að jafna mig eftir aðgerðina, með þó nokkra verki og er enn að taka verkjatöflur.
Mun ég aftur fá eðlilega tilfinningu í hökuna, vörina og tannholdið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Vika er stuttur tími frá svona aðgerð svo ég myndi vera vongóð/ur en settu þig í samband við tannlækninn ef þetta lagast ekkert á 2-3 vikum.

Gangi þér vel