Doði i fótum og niður i tær

Halló mig langaði að spyrja með ég byrjaði að fá mikinn doða i rassinn og niður i tær vinstra meginn. Nú er doðinn horfinn úr rasskinnunum og eru óþægindin núna i fæti og niður i tær, erfitt stundum að labba og ég fæ þetta líka í hendunar og þær kreppast og er vont og stingir

Er þetta eh sem ég þarf að hafa áhyggjur af eða fara strax til læknis

kveðja

Soffía

 

Sæl Soffía og takk fyrir fyrirspurnina

Dofi getur átt sér margar orsakir. Staðbundinn dofi á afmörkuðu svæði getur stafað af bólgu eða áverka á taug sem getur verið staðsett hvar sem er frá bakinu, þar sem taugin gengur út frá mænunni og að svæðinu þar sem dofinn er. Aðrar ástæður geta t.d verið vefjagigt eða sjúkdómar í miðtaugakerfi sem er þó sjaldgæfara, en samt sem áður eitthvað sem þarf að hafa i huga. Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lækni og fá góða skoðun og mat á því hvað hér er á ferðinni. Það skiptir líka máli að fá góða greiningu til að þú getir fengið rétta meðhöndlun hvort sem hún verður í höndum sjúkraþjálfara eða annarra sérfræðinga.

Gangi þér vel