Doði í fótum

Góðan daginn

Ég finn mikið fyrir því þegar ég ligg á bakinu að ég verð dofinn í fótum, þá aðallega snertidofinn niður bæði lærin. Einkennin lýsa sér ekki eins og þegar útlimir sofna alveg heldur er þetta meira eins og tilfinningaleysi fyrir snertingu og skrýtinn tilfinning í fótunum. Þetta er aðallega þegar ég ligg á bakinu en ég finn annars lagið fyrir þessu þegar ég sit.

Hvað gæti orsakað þetta vandamál?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Dofi eða skert tilfinning stafar oftast  af truflun á taugaboðum út í húðina. Það er ýmislegt sem getur valdið því eins og  skert blóðflæði til dæmis eftir bólgur eða mar. Þar sem einkennin eru í báðum fótum finnst mér líklegast að um sé að ræða einhverjar bólgur neðarlega í bakinu sem sem þrýsta á taugar sem liggja niður í fætur. Sjaldnast lýsa alvarlegir taugasjúkdómar sér með þessum hætti en ef þetta gengur ekki yfir, eykst  eða þú verður var/vör við frekari einkenni skaltu leita læknis. Mögulega hefðir þú gagn af nuddi eða sjúkraþjálfun, auk þess sem hreyfing og teygjur ættu að gera þér gott.

Gangi þér vel