Doði í fingurgómum og tungu

Góðan dag.
Finn fyrir doða í tungu og fingurgómum annarar handar. Hvað getur það verið
Kv.Doði

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ómögulegt að geta sér til um hvað geti valdið þessum einkennum, líklega er þetta ekkert til þess að hafa áhyggjur af og gengur yfir af sjálfu sér.

Ef einkenninn halda áfram, aukast eða koma fram á fleiri stöðum skaltu heyra í heilsugæslunni þinni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur