Doði

Ég er búin að vera með mikla bruna tilfinngu í munni ,dofa í fingrum , tám og ristinni og stundum upp sköflunginn þetta er búið að standa yfir ca 2 mánuði er eitthvað sem þér dettur í hug að þetta geti verið ???

Góðan dag.

Þessi einkenni geta komið fram t.d. við vanvirkan skjaldkirtil eða steinefnaójafnvægi (t.d. kalkskort). Ég ráðlegg þér að leita til heimilislæknis sem getur þá sent þig í blóðprufu til að skoða þessa betur.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur