Depo provera

Góðan dag

Ég hef verið á getnaðarvarnarsprautunni í um 10 ár. Ég fékk síðustu sprautuna fyrir 6 mánuðum, en hef enn ekki haft blæðingar, fyrir utan örlitla útferð.

Mig langar að vita hvernig blæðingar og frjósemi eiga að haga sér eftir að maður hættir á sprautunni.

Þakka þér fyrirspurnina

Það getur tekið tíma, en einnig þurft að skoða þig hjá kvenlækni og meta þig með tilliti til þess hvort fýsilegt sé að láta þig á annars konar hormón til að koma þér aftur af stað. Réttast er að ræða þetta við kvenlækninn

Gangi þér vel