Decutan og húðflúr

Ágæti viðtakandi. Er óhætt að fara í húðflúr þegar maður er á decutan?

Góðan dag, takk fyrir fyrirspurnina.

Í ljósi þess að lyfið er kröftugt húðlyf myndi ég benda þér á að hafa samband við þinn heimilislækni eða þann lækni sem skrifar upp á lyfið, einnig er hægt að leita til lyfjafræðings í apóteki ef þörf er á frekari upplýsingum.

Gangi þér vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur