Dauðir fingur, tær og kvalir í kálfum

Ég er með vanstarfsemi í skjaldkyrtli en ég held samt að það sé ekki orsökin. En allavega ef é fer út þá deyja á mér fingur og tær þó að ég sé í vetlingum eða hönskum. Ég var mjög slæm til ársins 1999 en þá dó öll ilin og allir fingur en Kolbrún grasalæknir blandaði einhvað fyrir mig en þá þurfti ég ekki lengur að nota vetlinga í logni og hita en það var einhvað í blöndu hennar sem var síðar bannað að nota og hef ég farið smá versnandi aftur og verða fingur mínir blásvartir þegar það er að koma í líf í þá aftur með viðeigandi verkjum. Er ekkert hægt að gera í þessu?

Einnig á ég við vandamál að stríða að ég á mjög erfitt með svefn vegna kvala í kálfum ef ég slappa af en þetta hef ég verið með alla ævi og flestir í minni fjölskyldu. Senm börn grétum við af kvölum yfir þessu en í dag segjum við „svo lengi sem við erum með verki þá vitum við að við séum lifandi“ er ekkert hægt að gera í þessu? Það kemur fyrir að ég vaki í tvo sólahringa út af þessu en ef ég tek verkjlyf þegar ég þoli ekki meira við þá næ ég kannski 2-3 tímum í svefn án þess að vakna. Bólgueyðandi er á bannlista þar sem ég er bara með annað nýrað starfandi og hitt er orðið að sveskju. Er alveg að gefast upp og langar að fá að sofa minsta kosti 8 tíma án þess að vakna.

 

Sæl.

Þetta eru einkenni sem þú þarft að leita til læknis með. Þessi einkenni geta tengst vanstarfsemi skjaldkirtils eða skorti á öðrum efni. Eins þarf að athuga æðakerfið og taugakerfið hjá þér vegna verkja í kálfum. Það er sjúkdómur sem heitir Raynaud´s syndrome með blóðleysi,dofa og hvítnun á fingrum og jafnvel fótum en það eru svipuð einkenni og þú lýsir. Sjá nánar um það hér á Doktor.is

 

Gangi þér vel