Daktacort við phimosis

Daginn er 19 ára strákur og er með phimosis og viðkvæman kóng. Ég á daktacort túpu heima hjá mér og var að velta fyrir mér á að bera kremið á kónginn og forhúðina eða bara kónginn?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Tilgangurinn með kreminu er að þynna og teygja forhúðina. Þetta er oftast notað þegar menn eru með of þrönga forhúð. Kremið á að öllu venjulegu ekki að bera á kónginn.

Ég ráðlegg þér að heyra í lækninum sem skrifaði upp á þetta krem handa þér og fá nánari leiðbeiningar

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur