Covid 19

Hvenær má byrja stunda kynlíf eftir að hafa læknast af covid 19 sjúkdómnum?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Ef búið er að gefa grænt ljós á það að þú sért laus við sjúkdóminn og úr einangrun frá Covid göngudeild þá ætti að vera óhætt að stunda kynlíf. Þó ber almennt að hafa í huga að Covid 19 getur smitast með kossum og nánu samneyti við aðra þ.á.m. við kynlíf.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur