Covid 19

Komið sæl Er óhætt að fara og vera i hóp færri en 20. Malið er að ein var sett i sóttkví eftir að hafa umgengist aðra sýkta utan hópsins. Engin bein samskipti voru á milli. Veit að allir eiga að passa sig.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vil benda þér á síðuna Covid.is en þar eru leiðbeiningarnar skýrar.

Einstaklingur í sóttkví á ekki að umgangast aðra utan síns heimilis. Ekki fara út nema í eigin bíl og göngutúr þar sem haldið er 1-2 metra fjarlægð frá öðrum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur