Covid

Hæ ef ég hef fengið covid er þá ekki öruggt að ég er með mótefni í líkamanum?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú ættir að mælast með mótefni ef þú hefur smitast af covid.  Það virðast þó einhverjir sem hafa greinst með covid ekki vera með mótefni en þá er talið að greining hafi ekki verið rétt.

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur