Cerazette áfram að lokinni brjóstagjöf…

Góðan dag
Hef lesið, að ég held, flest allt efnið sem tengist þessari pillu og finn ekki alveg þau svör sem ég þarfnast;)
Ég á tæplega 10 mánaða snót og hætti með hana á brjósti fyrir tveimur mánuðum. Fór á Cerazette þegar hún var um 3 mánaða.
Málið er að ég hef enn ekki haft neinar blæðingar- ekkert fyrir utan smá í nokkra daga þegar ég byrjaði að taka pilluna. Ég hef áður alltaf verið á Migrogyn og þar áður Gynera (en hún hætti). Mig langar að vita, er kannski ágætt að halda mig við þessa brjóstapillu sem ég er á núna eða klára síðasta spjaldið og byrja á „gömlu“ pillunni minni? Fyrirkomulagið eins og það er núna er náttúrulega frábært þar sem eru engar blæðingar.
Ég á fyrir 5 ára barn og sömu sögu má segja með það, fyrir utan það að ég var með barnið á brjósti á cerazette en um leið og ég hætti með barnið á brjósti byrjaði ég á blæðingum og byrjaði þá á gömlu pillunni minni. Er því að spá hvort þetta þýði að í þetta sinn henti cerazette pillan mér bara vel og ég ætti að halda henni áfram? En ef ég ætti að byrja á microgyn eftir þetta pilluspjald, tek ég tá töflu strax eftir að cerazettespjaldið er búið eða þarf ég að bíða eftir fyrsta degi blæðinga?
Hef enn ekki tekið óléttupróf (geri það þó í fyrramálið) en finnst afar ólíklegt að um óléttu sé að ræða- tel mig frekar ábyrga í þeim málum!
Vonandi drap ég engan úr leiðindum með þessari löngu runu, en fyrirfram þakkir fyrir svar! Takk!

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Að öllum líkindum er pillan að henta þér vel en þú ættir samt sem áður að ráðfæra þig um framhaldið við lækninn þinn

Gangi þér vel