Cerazette

Hæ ég er á cerrazette og er ađ spá hvort þađ sé eđlilegt ađ mađur fari ekki á blæđingar á međan.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Greint hefur verið frá blæðingaróreglu af ýmsum toga hjá allt að 50% kvenna, sem taka Cerazette. Þar sem Cerazette, gagnstætt öðrum mínipillum, hindrar egglos því sem næst 100% er blæðingaróregla algengari en við notkun annarra mínipilla. Hjá 20-30% kvenna geta blæðingar orðið tíðari, en aftur á móti geta þær orðið fátíðari hjá öðrum 20% kvenna eða hætt alveg.

Gangi þér vel