Calmiox

Hvað er calmioz

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Calmiox inniheldur Hydrocortisone, stera sem dregur úr kláða í húð og hefur bólguhamlandi verkun. Lyfið er notað til útvortis meðferðar á ofnæmishúðbólgu (t.d Exem, húðsjúkdómur sem fylgir roði, kláði, sem venjulega orsakast t.d. af ofnæmi).

Þetta lyf virðist vera Spænskt, það virðist ekki vera skráð hér á landi, amk er ekki til lyfseðill fyrir þessu lyfi á www.sérlyfjaskra.is eða á www.lyfja.is.

Vona að þetta svari þinni spurningu.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur