Brún útferð

Hæhæ
Ég var með þykka brúnaútferð í um 9 daga og svo hætti það og byrjaði aftur eftir 4 daga en þá kom fyrst brúnt í 3 daga og svo bara blóð og blússandi mikið er mjög aum í leghálsinum. En ég stundaði kynlíf um það bil viku fyrir þetta en var á pilluni en var samt alltaf að fara á littlar blæðingar í gegnum hana. Hvað er þetta?  Ætti ég að leita til læknis?  Getur verið að þetta sé fósturlát eftir svona stuttan tíma?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Brún útferð er yfirleitt alltaf merki um blóð og þá oftast er um milliblæðingu að ræða. Hvers vegna þú ert með milliblæðingar er svo eitthvað sem þú ættir að ræða við lækninn þinn.

Gangi þér vel